Í kjölfar umræðu um leka og birtingu gagna er tengjast Glitni viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Á bak við ljost.is erum við tveir, Pedro Noel og Santiago Carrion. Markmið okkar er að færa Íslandi öruggt verkfæri fyrir uppljóstrara til að miðla gögnum er eiga erindi til almennings, í anda WikiLeaks, um það sem varðar íslenskt samfélag. Við höfum komið nokkrum sinnum til Íslands til að finna samstarfsaðila til að greina þau gögn sem gætu borist vefnum ljost.is. Það gekk heldur treglega. Loks fundum við virtan blaðamann til að fara yfir gögn sem bárust vefnum frá Glitni og ákváðum því að birta gögnin.

Því miður var meinleg villa í samantekt okkar á gögnunum og viljum við biðja fjármálaráðherra Íslands velvirðingar á því. En við leggjum áherslu á að við birtum raungögnin til að reyndir blaðamenn sem kunna að rýna í gögn af þessu tagi geti metið hvort að í þeim sé að finna eitthvað fréttnæmt. Kerfið er hannað til að vernda þá sem leka gögnum til okkar. Við getum ekki séð hver sendir okkur gögnin, en gerum samt alltaf nauðsynlegar meta data hreinsanir á skjölum áður en þeim er dreift. Greining hjá Páli Hilmarssyni á gogn.in er byggð á misskiling og vanþekkingu á verkferlum okkar. En meintur skjalahöfundur er ekki heimildarmaður heldur nafn sem við settum sjálfir í skjalið.

Aðgengi að frumgögnum gefur blaðamönnum og fræðimönnum tækifæri til að fá í hendurnar upplýsingar sem ekki var áður hægt að sannreyna. Það er afar mikilvægur liður í að búa í upplýstara og heilbrigðara samfélagi.

Mikilvægi glitni gagnanna er að þau staðfesta ýmsar sögur sem hafa verið í gangi. Þetta er að mörgu leiti sambærilegt því sem gerðist í kringum gögnin frá Bradley Manning sem innihéldu efni sem allir sögðust vita en enginn gat fengið staðfest fyrr en þau birtust svart á hvítu á vef WikiLeaks. Við viljum hvetja alla íslendinga sem vita af spillingu að standa með gildum sínum og senda okkur viðkomandi gögn, og hverjum alla blaðamenn og ‘gagnaserfræðinga’ sem hafa áhuga á að greina frumgögn að setja sig í samband við okkur. Leiðbeiningar um hvernig er best að vera með er hægt að finna á vefnum ljost.is. Þá viljum við þakka fyrir öll gögnin sem hafa borist okkur síðan glitnir gögnin fóru í loftið.

Talsmaður okkar á Íslandi er Guðmundur Ragnar Guðmundsson. gragnar@this.is, 843 9553